Skólabyrjun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar hefur startað skólaárinu 2023-2024. Nemendur búnir að hitta kennarana sína og sjá/heyra hver markmið vetrar eru á þeirra stigi. Veturinn verður spennandi þar sem kennarar eru að byrja innleiðingarferli á Leiðsagnarnámi sem mun taka þrjá vetur. Kennarar hafa að ákveðnu leyti verið að vinna í þeim anda en nú á að setja þetta í fastari skorður en það eflir nemendur í sjálfstæði og ábyrgð á eigin námi þar sem markmið og viðmið verða sýnilegri nemendum í hverjum sem þau taka sér fyrir hendur í náminu. Spennandi vetur framundan.