Veðurstofan hefur sent út appelsínugula viðvörun vegna veðurs á morgun þriðjudaginn 10. desember. Ákvörðun hefur því verið tekin um að fella niður allan skólaakstur á morgun. Engin starfsemi verður í Kleppjárnsreykjadeild og Varmalandsdeild af þessum sökum.
Hvanneyrardeild er skóli í þéttbýli og verður því opinn fram að hádegi eins og staðan er núna. Ekki verður skólaakstur og viðbúið er að starfsemin verði óhefðbundin. Foreldrar eru beðnir um að sækja börnin sín í skólann fyrir kl. 12. Ef foreldrar velja að hafa börnin sín heima eru þeir beðnir um að láta vita í skólann.
Kær kveðja
Helga Jensína Svavarsdóttir
Skólastjóri