Nemendafélag Grunnskóla Borgarfjarðar hefur annað hvert ár staðið fyrir sölu á skólapeysum fyrir nemendur og starfsfólk skólans í fjáröflunarskyni. Nú hafa allir þeir sem pöntuðu peysur fengið þær afhentar. Skólapeysurnar styrkja skólabrag skólans og skólamenninguna. Starfsfólk og nemendur hafa verið mjög ánægð með þetta framtak nemendafélagsins. Ágóðinn af peysusölunni rennur óskiptur til unglingastigs GBF í einhverskonar afþreyingu.
