Skólasetning GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar var mánudaginn 23. september. Vegna fjöldatakmarkana og húsnæðis þurfti að skipta skólasetningunni upp í fleiri hluta en í venjulegu árferði. Nemendur mættu galvaskir til leiks ásamt foreldrum sínum og fengu upplýsingar frá umsjónarkennurum sínum um tilvonandi skólaár. Gott að sjá nemendur eftir sumarfrí.