Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst 2021.
Skólasetningunni verður skipt upp líkt og í fyrra með áherslu á að það verði ekki blöndun á hópum þennan dag og ekki mikil umferð um skólana. Fullorðnir þurfa að bera grímur á skólasetningu.
Eftirfarandi skipulag verður á skólasetningu:
Varmaland:
Kl. 10:00 Skólasetning í íþróttasalnum. Allir saman en dreifum okkur vel.
Eftir setningu:
– Yngsta stig (1.-4. bekkur) situr áfram í salnum. Að lokinni kynningu kennara býðst foreldrum og nemendum sem þess óska að skoða heimastofu nemenda.
– Miðstig (5.-7. bekkur) fer í heimastofu þar sem kennarar hitta hópinn.
– Unglingastig (8.-10. bekkur) fer í heimastofu þar sem kennarar hitta hópinn.
Kleppjárnsreykir
Skólasetningu skipt í þrennt
– Kl. 11:00 yngsta stig (1.-4. bekkur) í matsal. Að lokinni skólasetningu og kynningu kennara býðst foreldrum og nemendum að skoða heimastofu nemenda í hollum.
– Kl. 11:30 unglingastig (8.-10. bekkur) í íþróttahúsi. Að lokinni skólasetningu og kynningu kennara býðst foreldrum og nemendum sem þess óska að skoða heimstofu bekkjarins.
– Kl. 12:00 miðstig (5.-7. bekkur) í stofu bekkjarins í skólanum.
Hvanneyri
Skólasetningu skipt í tvennt
– Kl. 13:00 3.-5. bekkur Skólasetning og kynning kennara í stofunni Hafnarfjall. Að lokinni kynningu býðst foreldrum og nemendum sem þess óska að skoða stofur.
– Kl. 14:00 1.-2. bekkur Skólasetning og kynning kennara í stofunni Hafnarfjall. Að lokinni kynningu býðst foreldrum og nemendum sem þess óska að skoða stofur.
Skólinn mun útvega þau námsgögn og ritföng sem nemendur þurfa á að halda í námi sínu.
Skóli hefst samkvæmt stundatöflu kl. 8:20 þriðjudaginn 24. ágúst.