Skólaslit GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Grunnskóla Borgarfjarðar var slitið miðvikudaginn 7. júní kl. 9:30 á Hvanneyri, kl.11:00 á Kleppjárnsreykjum og kl. 14:00 á Varmalandi. Nemendur sáu um atriði, á Hvanneyri sungu allir nemendur lag úr Ávaxtakörfunni, á Kleppjárnsreykjum spilaði Símon Bogi á Cornet og síðan spilaði hann lag ásamt Sólveigu Kristínu þar sem hún spilaði undir á píanó. Á Varmalandi spilaði Sigurjón Geir á rafmagnsgítar. Nemendur fengu síðan vitnisburði sína eftir árangursríkt skólaár en einnig voru nokkrir sem fengu verðlaun. Mestu bætingu í lesfimi þetta árið fór til þeirra Brynhildar Eyju í Hvanneyrardeild, Heiðdísar Guðrúnar í Kleppjárnsreykjadeild og Elísabetar Kristínar í Varmalandsdeild. tíundu bekkingurinn Ernir Daði fékk síðan háttvísisverðlaun á Kleppjárnsreykjum. Þetta árið voru það 15 nemendur sem kláruðu 10. bekkinn og halda ótrauðir á framandi brautir í framtíðinni og óskum við þeim alls hins besta.