Skólaslit GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 8. júní var Grunnskóla Borgarfjarðar slitið. Þetta vorið voru útskrifaðir 19 nemendur úr 10. bekk og var þeim veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur ásamt því að Háttvísi verðlaun voru afhent þeim nemanda sem talinn var sýna hvað mesta háttvísi, kurteisi og jákvæðni í garð nemenda og starfsmanna skólans. Einnig var afhent á öllum deildum bikar fyrir mestu framfarir í lestri, í Hvanneyrardeild var það Ástrós Helga Guðjónsdóttir, í Kleppjárnsreykjadeild var það Sigvaldi Þór Bjarnason og á Varmalandsdeild voru það Kristrún Dagbjört Bjarkadóttir og Orri Ívarsson. Það er von okkar að nemendur njóti sumarsins og komi ferskir til náms í haust.