Skólaslit Hvanneyrardeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólaslit Hvanneyrardeildar voru með aðeins breyttu sniði en verið hefur. Skólaslitin fóru fram í Skjólbeltunum á Hvanneyri til þess að hægt væri að framfylgja 2m reglunni fyrir þá sem það vilja. En dagskráin byrjaði á því að það var smá árshátíðar blær þar sem 4.-5.bekkur fluttu tvö ljóð, síðan sungu nemendur 5.bekkjar nokkur lög úr leikritinu Áfram Latibær með dyggri aðstoð 1.-4.bekkjar. Eftir ræðu skólastjóra og vitnisburðarafhendingu sungu nemendur lagið Vikivaki og foreldrar tóku undir.