Skólaslit í Kleppjárnsreykjadeild

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólaslit í Kleppjárnsreykjadeild voru óvenjuleg í ljósi aðstæðna vegna í þetta sinn og voru því tvískipt í Reykholtskirkju, til að allir aðstandendur gætu fylgt sínum börnum. Kl 10 var fyrri athöfnin fyrir 1.–7. bekk. Veitt voru framfaraverðlaun í lestri í 5.bekk og hlaut Kristín Eir Hauksdóttir þau. Kristján Karl Hallgrímsson flutti tónlistaratriði. Seinni athöfnin var kl 10:45 fyrir 8.-10.bekk. Háttvísasti nemandinn í 10.bekk var verðlaunaður og í ár var það Þórunn Tinna Jóhannsdóttir. Steinunn Lára Skúladóttir flutti tónlistaratriði í seinni athöfninni.