Skólaslit í Varmalandsdeild

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólaslit Varmalandsdeildar voru hátíðleg að vanda. Athöfnin fór fram í blómasalnum í Þinghamri og var góð mæting barna og aðstandenda. Sýnd voru myndbönd sem nemendur unglingastigs höfðu unnið og voru þau með ævintýralegum blæ.

Tíu nemendur úrskrifuðust að þessu sinni og hlutu sex þeirra verðlaun fyrir framúrskarandi námsarangur í einu til þremur fögum. Það voru þau Áslaug Þorvaldsdóttir, Elisabeth Ýr M. Egilsdóttir, Isobel Líf Diaz, Kristófer Daði Davíðsson, Sigurjón Líndal Benediktsson og Trausti Leifur Eyjólfsson.

Framfaraverðlaun í lestri hlaut Emil Mager Hlynsson í 1.bekk og Bjartmar Áki Sigvaldason hlaut fjölhæfni- og háttvísibikarinn annað árið í röð.

Fjórir nemendur úr 10.bekk ávörpuðu samkomuna og þökkuðu fyrir sig. Sigríður Ævarsdottir og Benedikt Líndal færðu deildinni að gjöf allar útgefnar bækur sona sinna þeirra Guðna og Ævars Benediktssona með þakklæti fyrir samstarf við skólann síðustu áratugi en yngsta barnið þeirra var að útskrifas