Skólastarf að loknu páskafríi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Ný reglugerð hefur litið dagsins ljós og lítur út fyrir að skólarnir geti opnað þriðjudaginn 6. apríl án mikilla takmarkanna. Stjórnendur skólanna í Borgarbyggð hafa fundað um stöðuna. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tölvupósti um helgina ef eitthvað breytist. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir takmörkunum á starfi grunnskóla eins og hér segir:

* Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
* Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
* Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
* Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
* Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.

Við hvetjum ykkur til gæta vel að öllum sóttvörnum og vonum að þið njótið páskafrísins.
Gleðilega páska,
Stjórnendur