Við reiknum með að skólastarf verði með hefðbundnum hætti á morgun þriðjudaginn 14. janúar 2020.
Skólasvæðið okkar er víðfeðmt og getur munað miklu á veðri á milli svæða. Skólabílstjórar leggja mat á aðstæður á sínum leiðum og taka ákvörðun um akstur eða niðurfellingu á skólaakstri.
Athugið að foreldrar geta metið aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá skólanum. Skulu þeir þá tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir.