Skorradalsferð unglingastigs GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 25. ágúst lagði unglingadeild GBF af stað í árlega hópeflisferð sína. Í ár lá leiðin í Skorradal eins og svo oft áður en nú var gengið frá Fitjum og niður í Skátafell, skála Skátafélags Akraness. Þar undi hópurinn sér við ýmislegt, margir fóru að vaða í Skorradalsvatni, sem breyttist fljótlega í sund, aðrir könnuðu skóginn. Hópurinn grillaði saman og hafði hver og einn sitt hlutverk bæði við matseld og tiltekt. Ferðin tókst gríðarlega vel, það voru glaðir og jákvæðir, en nokkuð lúnir krakkar, sem komu til baka í skólann á fimmtudag.