Skrímslavinna yngsta stigs Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Yngsta stigið á Varmalandi hefur verið að vinna með skrímsli í orði og á borði. Þau fengu innlögn um hin ýmsu þekktu skrímsli á Íslandi m.a. Nykri, Fjörulalla og svo má ekki gleyma skrímslinu í Skorradalsvatni. Nemendur fengu frjálst val um að búa til sín eigin skrímsli og byrjuðu þau á því að teikna skrímslið sitt og skrifa lýsingu á því. Þau yfirfærðu síðan myndina af blaðinu yfir á perluform. Þau bjuggu sjálf til sitt trölladeig, mældu og hnoðuðu. Sköpuðu sama skrímslið úr því sem þau svo máluðu. Listaverkin eru til sýnis á vegg og í gluggakistum skólans. Í svona verkefni eru margar greinar samþættar m.a. íslenska, stærðfræði og upplýsingatækni ásamt skapandi skrifum og sköpun.