Smíði á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í 5. bekk á Hvanneyri hafa verið í smíði hjá Unnari smíðakennara í haust. Þeir ákváðu strax í byrjun skólaárs að þeir vildu smíða sér flottan kassabíl. Smíðakennarinn tók því að sjálfsögðu fagnandi og hér má sjá afurð þessarar vinnu hjá strákunum: Forláta Willys jeppi með skóflu, bensínbrúsa og varadekki. Að sjálfsögðu fengu smiðirnir að taka mynd af sér í bílnum. En samkomulagið hjá strákunum er einnig það gott að hver og einn fær viku með bílnum 🙂