Helgina 12.-13. nóvember var smiðjuhelgi unglingastigsins haldin á Varmalandi og Hvanneyri þegar ljóst var að allir voru með neikvæðar niðurstöður úr covid-prófum. Á Hvanneyri voru nemendur í landbúnaðarsmiðju. Þar fengu þeir kynningu á Landbúnaðarháskólanum, fóru í fjósið, að Miðfossum og Hesti Á Varmalandi voru smiðjur í kökuskreytingum þar sem nemendur lærðu að gera rósir og ýmsar fígúrur úr sykurmassa og ýmsu öðru, í rafíþróttum þar sem unnið var í tölvuleikjum á forsendum íþrótta, kennsla á færni sem skiptir máli í liðsíþróttum. Spilaðir voru keppnis tölvuleikir með áherslum og markmiðum sem stuðla að sjálfsbetrun og vaxtarhugarfari, og björgunarsveit þar sem nemendur fengu að kynnast ýmsu sem lýtur að starfi björgunarsveitanna. Nemendur og þeirra leiðbeinendur voru mjög ánægðir með smiðjurnar og allir fóru glaðir heim.