Núna er í gangi smiðjuhelgi á Kleppjárnsreykjum þar sem unglingastigið tekur á móti nemendum úr Auðarskóla, Laugagerðisskóla og Reykhólaskóla. Nemendur þessara skóla sameinast í smiðjuvinnu frá föstudegi til laugardags. Smiðjurnar eru sjö að þessu sinni: Fótboltasmiðja, járnsmiðja, reiðtygjasmiðja, tölvuleikjaforritun, rafiðnaðarsmiðja, kvikmyndasmiðja og bökunarsmiðja. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er mikil vinnugleði í nemendum og kennurum þeirra.
Kvikmyndasmiðja Járnsmíði Fótboltasmiðja Fótboltasmiðja Kvikmyndasmiðja Reiðtygjagerð Tölvuleikjaforritun Rafiðnaðar Bökunarsmiðja Járnsmíði