Smiðjuhelgi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fyrri smiðjuhelgi unglingastigsins var haldin dagana 30.september og 1.október á Kleppjárnsreykjum. Í boði voru fjölbreyttar smiðjur að vanda. Það var smiðja í kvikmyndagerð í umsjón Þórðar Helga Guðjónssonar, myndlist í umsjón Evu Lindar Jóhannsdóttur, björgunarsveitin Ok var með smiðju, Narfi Jónsson var með frísbígolf, og svo var smiðja í kökuskreytingum í umsjón Evu Láru Vilhjálmsdóttur. Smiðjuvinnan var frá klukkan 15:00 – 18:30 á föstudeginum og frá 9:00 – 14:00 á laugardeginum. Nemendur gistu í skólanum og nutu félagsskapar hvers annars en auk nemenda GBF voru nemendur frá Auðarskóla, Reykhólaskóla og Laugargerðisskóla sem tóku þátt í smiðjuhelginni.