Smiðjuhelgi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 14. og laugardaginn 15.apríl var seinni smiðjuhelgi vetrarins haldin á Varmalandi. Að venju tóku nemendur frá Auðarskóla og Reykhólaskóla einnig þátt í smiðjunum. Boðið var upp á smiðjur í blaki, jöggli,leiklist, borðspilum, tækni- og hugbúnaðarvinnu og DJ tónlist. Unnið var frá klukkan 15 -19 á föstudeginum og svo frá 9- 14 á laugardeginum. Nemendur gistu í skólanum og nutu samvista um kvöldið við leik og gönguferðir í veðurblíðunni. Virkilega vel heppnuð helgi og alltaf gaman að fylgajst með nemendum í þessu uppbroti í skólastarfinu.