Í vor var smiðjuhelgi unglingastigsins haldin á Kleppjárnsreykjum daganna 20. og 21.maí. Að þessu sinni komu unglingarnir frá Auðarskóla, Laugargerði og Reykhólum og tóku þátt í smiðjuvinnunni. Að venju voru fjölbreyttar smiðjur í boði og létu nemendur og starfsmenn vel af vinnunni. Þær smiðjur sem í boði voru:
Fjallahjólreiðar í umsjón Kára Halldórssonar, fótboltasmiðja í umsjón Vilhjálms Vilhálmssonar, hlaðvarpsgerð í umsjón Önnu M.Clausen, ljósmyndasmiðja í umsjón Bents Marinóssonar, reiðtygjagerð í umsjón Brynjólfs Guðmundssonar og tónlistarsmiðja í umsjón Árna Freys Jónssonar.