Smiðjuvinna hjá unglingadeildinni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þar sem ekki var mögulegt að hafa smiðjuhelgar í vetur með hefðbundnum hætti svo brugðið var á það ráð að fá kennara skólans til að vera með smiðjur í lok skóladags í tvö skipti. Í fyrra skiptið var boðið uppá smiðjuvinnu í bakstri, fatalitun, brazilian jujitsu og útivist og í seinna skiptið var boðið upp á spil, Fífamót og blak. Eftir fyrri smiðjurnar stóð nemendaráðið fyrir kvöldskemmtun með hópeflisleikjum, feluleik í Þinghamri og spurningakeppni (pubquiz) og tókst það mjög vel. Var greinilegt að þessi tilbreyting var kærkomin inn í skólastarfið.