Söngvarakeppni GBF 2020

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Söngvarakeppni GBF var haldin 30. janúar í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Nemendur 4.-10. bekkjar úr öllum deildum skólans stóð til boða að spreyta sig í söng. Dómarar í þetta sinn voru Þorvaldur Jónsson, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir og Sigrún Theódórsdóttir. Sigurvegarar voru: í 1. sæti Kristján Karl Hallgrímsson, í 2. sæti voru þær stöllur Dagný Eyjólfsdóttir, Guðrún Sjöfn Kulseng, Sólveig Kristín Borgarsdóttir og Steinunn Bjarnveig Blöndal og í 3. sæti var Símon Bogi Þórarinsson. Við viljum þakka öllum keppendum fyrir frábæra skemmtun.