Söngvarakeppni GBf

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 1. mars síðastliðinn var haldin Söngvarakeppni GBF í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Kynntu þeir Alex Þór og Guðmundur Bragi keppendur úr 4. – 10. bekk til leiks hver á eftir öðrum. Nemendur fóru á algjörum kostum með sönghæfileikum og hugrekki sínu að taka þátt í svona verkefni. Erla Ýr stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa sungið sig inn í hjörtu dómaranna með Heyr mína bæn. Í öðru sæti var Kristján Karl sem spilaði og söng á gítar. Í þriðja sæti var síðan Polina en hún söng undurfagurt lag frá Úkraínu. Dómararnir höfðu orð á því hvað valið var erfitt á milli atriðanna og gáfu sér því góðan tíma að fara yfir og ákveða niðurstöðurnar. Dómararnir að þessu sinni voru Helgi Eyleifur, Helena Rut og Jakob og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Algjörlega frábært kvöld í alla staði.