Söngvarakeppni GBF var haldin 30. janúar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 30. Janúar var haldin hin árlega söngvarakeppni GBF á Kleppjárnsreykjum. Salurinn var fullur af áhorfendum  sem horfðu spennt á 13 atriði. Keppnin var opin krökkum í 4.-10 .bekk í öllum deildum skólans. Sigurvegarar voru þær Guðrún Sjöfn, Sólveig Kristín, Steinunn Bjarnveig og Dagný úr 5. og 6. bekk með lagið Kúst og fæjó. Í öðru sæti voru þær Alexandra Sif, Telma Sól, Maren Eir, Katrín Embla og dansararnir Patrekur, Kristján, Arilíus og Þórir einnig með lagið Kúst og fæjó. Í þriðja sæti voru þær Alexandra Sif, Telma Sól, Maren Eir og Þórunn Tinna með lagið Ekkert breytir því. Allir keppendur stóðu sig glæsilega og óskum við þeim öllum til hamingju með frammistöðuna.