Stærðfræðikeppni FVA

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hefur haldið keppni í stærðfræði fyrir nemendur á unglingastigi síðustu tvo áratugi. Nemendur frá Kjalarnesi, Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði hafa oftast tekið þátt og á því var engin undantekning þetta árið.  Það voru 7 nemendur frá GBF sem tóku þátt að þessu sinni og stóðu þeir sig með stakri prýði. Einn nemandi í 8.bekk komst í 10 manna úrslit en það var Kristín Eir Holaker sem var í 8.sæti. Óskum við henni innilega til hamingju.