Viðurkenninga- og verðlaunaafhending fyrir árangur í Stærðfræðikeppni FVA fór fram inni í bekkjarstofu hjá okkur á föstudaginn var. En afhendingin sjálf sem til stóð þann 14. mars síðastliðinn var því miður felld niður eins og svo margar samkomur þessa dagana vegna Covid-19 faraldursins. Keppnin sjálf var haldin þann 21. febrúar og átti Grunnskóli Borgarfjarðar þar 23 keppendur. Veittar eru viðurkenningar fyrir tíu efstu sætin í hverjum árgangi og átti GBF að þessu sinni 7 keppendur sem hlutu slíka viðurkenningu. Í 8. bekk hlaut Sveinn Svavar Hallgrímsson viðurkenningu. Í 9. bekk hlutu Heiður Karlsdóttir, Pétur Lárusson, Unnur Björg Ómarsdóttir og Jara Natalía Florence Björnsdóttir viðurkenningu en Jara varð jafnframt í 3.- 4. sæti síns árgangs. Í 10. bekk hlutu svo þau Ágúst Páll Þorsteinsson, Elísabet Ýr M. Egilsdóttir og Lilja Gréta Fontella Jonsson viðurkenningu. Frábær árangur og óskum við þeim öllum innilega til hamingju.
