Stærðfræðikeppni FVA

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Viðurkenninga- og verðlaunaafhending  fyrir árangur í Stærðfræðikeppni FVA fór fram inni í bekkjarstofu hjá okkur á föstudaginn var. En afhendingin sjálf sem til stóð þann 14. mars síðastliðinn var því miður felld niður eins og svo margar samkomur þessa dagana vegna Covid-19 faraldursins. Keppnin sjálf var haldin þann 21. febrúar og átti Grunnskóli Borgarfjarðar þar 23 keppendur. Veittar eru viðurkenningar fyrir tíu efstu sætin í hverjum árgangi og átti GBF að þessu sinni 7 keppendur sem hlutu slíka viðurkenningu. Í 8. bekk hlaut Sveinn Svavar Hallgrímsson viðurkenningu. Í 9. bekk hlutu Heiður Karlsdóttir, Pétur Lárusson, Unnur Björg Ómarsdóttir og Jara Natalía Florence Björnsdóttir viðurkenningu en Jara varð jafnframt í 3.- 4. sæti síns árgangs. Í 10. bekk hlutu svo þau Ágúst Páll Þorsteinsson, Elísabet Ýr M. Egilsdóttir og Lilja Gréta Fontella Jonsson viðurkenningu. Frábær árangur og óskum við þeim öllum innilega til hamingju.

Lilja Gréta, Heiður, Ágúst Páll, Pétur og Sveinn Svavar