Stærðfræðikeppni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir


Á laugardaginn síðastliðinn, 27. apríl, var verðlaunaafhending í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Tilefnið var Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi sem í ár var haldin í 21. skiptið en þeir nemendur sem enduðu í efstu tíu sætum síns árgangs hlutu viðurkenningu. Keppendur frá Grunnskóla Borgarfjarðar voru sextán í ár og hlutu átta nemendur viðurkenningu. Í 8. bekk voru það þau Hjördís Ylfa Kulseng, Unnur Björg Ómarsdóttir, Jara Natalía Björnsdóttir og Pétur Lárusson, en hann varð í 3. sæti innan síns árgangs. Í 9. bekk hlaut Lilja Gréta Jonsson viðurkenningu og í 10. bekk þeir Arilíus Dagbjartsson, Davíð Pétursson og Elías Andri Harðarson. Þetta er sannarlega frábær árangur hjá nemendunum og óskum við þeim innilega til hamingju.