Nemendur á yngsta stigi tóku þátt í stærðfræðiratleik í blíðskaparveðri nú á dögunum. Nemendur unnu saman í hópum og þurftu meðal annars að telja bílana á bílastæðinu og reikna út hversu mörg dekk eru undir þeim samtals og skrá niðurstöðurnar. Telja alla sjáanlega glugga á skólabyggingunni og reikna út hversu margir þeir eru ef jafnmargir gluggar eru á þeim hliðum sem sjást ekki. Það var ekki annað að sjá en að nemendur og starfsmenn hafi haft gaman að.