Starfsdagur 16. mars

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnarlaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið.

Mikilvægt er að sveitarfélögin vinni að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir og aðstæðna á hverjum stað. Því hefur sveitastjórn ákveðið að loka grunn- og leikskólum í Borgarbyggð mánudaginn 16. mars n.k.

Þann 16. mars ætla stjórnendur Grunnskóla Borgarfjarðar að vinna í samvinnu við starfsmenn sína að skipulagningu skólastarfs fyrir næstu vikur. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tölvupóstum því upplýsingar munu berast þeim næstu daga.