Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn voru kynntar hertar aðgerðir sem tóku gildi 31. október. Reglugerðin varðandi grunnskólann verður unnin um helgina og ljóst að skólarnir þurfa svigrúm til að bregðast við. Grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólinn í Borgarbyggð munu því taka mánudaginn til að skipuleggja starfið í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Það er því starfsdagur mánudaginn 2. nóvember.