Stóra upplestarkeppnin á Vesturlandi fór fram í Þinghamri á Varmalandi 19.maí síðastliðinn.
Keppnin hefur verið árviss viðburður hjá sjöunda bekk í 24 ár og því mjög ánægjulegt að hægt væri að ljúka henni einnig á þessu skólaári þó vissulega hafi útlitið verið tvísýnt um tíma.
Það voru 10 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni frá Auðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi og Heiðarskóla.
Nemendur stóðu sig allir með prýði en sigurvegarar voru: Ernir Daði Arnberg Sigurðarson í 1.sæti, Guðjón Andri Gunnarsson í 2.sæti báðir frá Grunnskólanum í Borgarnesi og Stefanía Ottesen í 3.sæti frá Heiðarskóla.
Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.