Stóra upplestrarkeppnin

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin á Vesturlandi fór fram í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Grunnskóli Borgarfjarðar átti sigurvegarann að þessu sinni og Auðarskóli í Búðardal hlaut annað og þriðja sæti. Ingibjörg Þórðardóttir fór með sigur af hólmi. Allir keppendur stóðu sig með prýði og öll umgjörð mótsins var til mikillar fyrirmyndar. Einar Margeir stóð sig einnig mjög vel fyrir GBF. Frábær frammistaða okkar manna.