Styrkur úr Sprotasjóði í hlut GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í Dymbilvikunni var gert kunnugt um þau verkefni sem hljóta styrk úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2021-2022. Eitt af þeim verkefnum sem hlutu styrk var verkefnið Við- heildstæð kynfræðsla með áherslu á sjálfsmynd og líkamsímynd. Verkefnið er í samstarfi við Leikskólann Hnoðraból en mun einnig ná til allra nemenda GBF. Við- verkefnið snýr að eflingu sjálfsmyndar og jákvæðrar líkamsímyndar nemenda tengt við aldurssamsvarandi kynfræðslu.