Þemadagar í GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þemavinna hefur verið unnin í öllum deildum GBF síðustu daga. Mikil samvinna einkenndi starf nemenda og sumir hópar voru skipaðir nemendum úr öllum aldurshópum.  Fjölbreytt verkefni voru unnin eins og myndirnar sýna en unnið var með íslensk orðatiltæki og lesskilning, stærðfræði þrautir og spil, auk ýmissa verkefna tengd leiðtoganum í mér. Öll verkefnin reyndu á samvinnu, ígrundun og lausnamiðun.