Þemadagar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Um miðjan janúar voru þemadagar í Grunnskóla Borgarfjarðar. Nemendur unnu að fjölbreyttum verkefnum með sínu stigi. Á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi tóku unglingarnir vinnu með sögu skólans okkar og útbjuggu til að mynda vefsíðu með skemmtilegum upplýsingum um nemendur og starf skólans. Hér má sjá vefslóðina: www.gbfskola.wixsite.com/sagagbf. Einnig voru útbúnar skólabyggingarnar á Varmalandi og sá miðstigið á Kleppjárnsreykjum um að gera skólabyggingarnar sínar frá mismunandi áratugum í þrívídd. Yngsta stigið á Kleppjárnsreykjum vann með tengingu þeirra og foreldra við grunnskólann, svöruðu spurningum um nútíðina og fortíðina og settu saman sögu fjölskyldunnar um skólagönguna.
Miðstigið á Varmalandi vann með fjöllin í Borgarfirði og útbjuggu myndverk af þeim. Yngsta stigið á Varmalandi vann með fiskana og hafið á margvíslegan hátt. Á Hvanneyri var unnið með drauga og tröll, þar sem nemendur skyggðust inn í sögu svæðis og skoðuðu drauga og tröll í nágrenninu. Einnig bjuggu nemendur til tröll og drauga með sínu nefi.