Miðvikudaginn 17. mars kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í unglingadeildir GBF. Flutti hann fyrirlesturinn Vertu ástfanginn af lífinu sem fjallar um jákvæðar ákvarðanir, markmiðasetningu og almennt viðhorf til lífsins. Nemendur tóku mjög vel í fyrirlesturinn og fengu í hendurnar verkfæri til áframhaldandi vinnu.