Þorrablót á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 7.febrúar var þorrablót á Hvanneyri og þar er hefð fyrir því að fimmtu bekkingar eru með leikþátt þar sem þeir gera góðlátlegt grín af starfsmönnum og fjórðu bekkingar sjá um annálinn.

Grín á kostnað starfsfólksins gekk mjög vel og var mikið hlegið bæði starfsfólk og nemendur. Annállinn fór yfir það sem hefur gerst síðan síðasta þorrablót var haldið, skíðaferð, árshátíð, vorferð og margt annað skemmtilegt.

Svo er það auðvitað þorramaturinn þar sem hægt var að smakka á allskonar góðgæti og gátu nemendur fylgt út í bingó ef þeir smökkuðu allt af hlaðborðinu og fengu þau viðurkenningarskjal fyrir það og voru titluð Þorravíkingar. Eins og gerist og gengur reyndist þetta mis erfitt fyrir nemendur en það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og gott að kíkja út fyrir sinn þægindaramma einstaka sinnum.