Þorrablót á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag byrjar þorrinn og af því tilefni var haldið þorrablót á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Nemendur nutu þess að snæða þorramat ásamt því að vera með atriði. Einnig var fyllt út þorramatsbingó og fengu þeir sem gátu fyllt allt spjaldið medalíu sem á stóð Smakkari ársins. Auðvitað var sungið og varð Þorraþrællinn fyrir valinu og sungu nemendur með háum rómi.