Tilkynning frá foreldrafélaginu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Svo virðist sem einhverjir foreldrar hafi fengið sendan fleiri en einn greiðsluseðil frá Foreldrafélaginu í heimabankann hjá sér. Það voru mistök sem við biðjumst velvirðingar á enda var aðeins ætlunin að hvert heimili fengi einn greiðsluseðil. Við erum að vinna í umbótum í samvinnu við bankann.
Bestu kveðjur, stjórnin.