Nemendur Hvanneyrardeildar í 1.-4. bekk fóru í svokallað umhverfisbingó í upplýsingamennt. Þar sem nemendur unnu skemmtilegt verkefni tengt grænfánanum þar sem tól upplýsingatæknarinnar voru notuð við úrvinnslu þess. Verkefnið fólst í því að nemendur áttu að finna ákveðna hluti í nærumhverfi skólans svo sem steina, plöntur, umferðaskilti og fleira. Jafn óðum tók kennari umræðu um hverskyns plöntu/stein/umferðarskilti var um að ræða. Virkilega skemmtilegt verkefni hér á ferð.
