Unicef á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 4. júní, næst síðasta skóladaginn, unnu nemendur í 1. – 7. bekk í árlegu Unicef verkefni fyrir hádegi. Þá fóru nemendur á milli þrautabrauta, leystu þrautirnar eða verkefnin og unnu inn límmiða. Nemendur gátu síðan heima safnað áheitum frá vinum og vandamönnum fyrir hvern límmiða sem þeir söfnuðu. Peningurinn sem safnaðist er síðan sendur til Unicef samtakanna og fengu nemendur kynningu á því hvað Unicef gerir fyrir söfnunarféð. Fjölmargar þrautir voru í boði, meðal annars tilfinninga bakstur, hjólabraut, hoppa parís, blindraþrautabraut og vinabönd. Nemendur vildu flestir vera mun lengur í þessum verkefnum og teljum við það til marks um hversu skemmtilegt þeim