Uppbrot í skammdeginu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Yngsta- og miðstig á Varmalandi ákvað að létta sér aðeins lundina í febrúar og skelltu í litríkar pönnukökur. Yngsta stigið gerði líka stafabrauð í öðrum tíma en þá hnoðuðu þau stafinn sinn og bökuðu. Með því samþættist íslenska, stærðfræði og heimilisfræði og þótti kennara þau standa sig mjög vel. Ekki var annað að sjá og heyra en að nemendur hafi skemmt sér konunglega hvort sem þeir voru á staðnum eða á Teams í fjarkennslu (stafsetningaræfingar og samræður). Nemendur á miðstigi höfðu val um að gera pönnukökur eða byrja á að taka stafsetningaræfingar í tölvunni og koma svo inn í baksturinn. Góðar umræður sköpuðust um öll heimsins málefni og nokkrir brandarar fengu að fjúka líka.