Upplestrarkeppni GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 15. mars var haldin upplestrarkeppni GBF í gegnum Teams þar sem við þurftum að fella niður keppnina í Snorrastofu vegna veðurs. Það voru fjórir þátttakendur sem tóku þátt: Erla Ýr Pétursdóttir, Jóhannes Bragi Unnsteinsson, Kristín Eir Holaker Hauksdóttir og Reynir Skorri Jónsson. Nemendur lásu við ræðupúlt og vorum við með beina útsendingu á Teams fyrir foreldra og aðra nemendur. Dómarar að þessu sinni voru þær Jónína Eiríksdóttir og Erla Gunnlaugsdóttir. Dómarar höfðu orð á því hversu mjótt var á muninum hjá keppendum og að þau höfðu öll staðið sig með stakri prýði. Þeir nemendur sem munu keppa í Upplestrarkeppni Vesturlands fimmtudaginn 17. mars í Borgarnesi eru: Erla Ýr og Kristín Eir, til vara fer Reynir Skorri. Óskum þeim góðs gengis á fimmtudaginn kemur.