Mánudaginn 13. mars var haldin upplestrarkeppni GBf þar sem 5 nemendur tóku þátt í að þessu sinni. Dómarar voru Bjarni Guðmundsson og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir og höfðu þau orð á því hvað nemendur stóðu sig vel og sérstaklega hugrökk að taka þátt í þessu verkefni. Þeir nemendur sem tóku þátt voru Ágúst Helgi, Hilmar Steinn, Sesselja, Soffía Sigurbjörg Isabella og Veronika. Þeir nemendur sem verða sendir í Upplestrarkeppni Vesturlands eru Sesselja og Soffía en Ágúst Helgi fer sem varamaður. Vonum við að þau standi sig vel og sendum þeim hvatningarorð í farteskið.