Upplestrarkeppni Grunnskól Borgarfjarðar fór fram í Snorrastofu miðvikudaginn 10. mars síðastliðinn. Eftir keppni innan deilda á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum mættu sex nemendur í Reykholt. Þetta voru þau Askur Týr Laubert Egilsson, Axel Smári Svavarsson, Birna Lind Hafdísardóttir, Embla Móey Guðmarsdóttir, Kristján Karl Hallgrímsson og Steinunn Bjarnveig Blöndal. Dómarar í keppninni voru Jónína Eiríksdóttir og Ingibjörg Daníelsdóttir og fengu þær það erfiða hlutverk að velja þrjá nemendur til að fara áfram í Stóru upplestrarkeppnina fyrir Vesturland sem fer fram í Laugargerði fimmtudaginn 18. mars næstkomandi. Það var álit dómaranna að allir krakkarnir ættu fullt erindi í stóru keppnina enda afbragðs flottur upplestur hjá þeim öllum. Þeir nemendur sem fara fyrir hönd Grunnskóla Borgarfjarðar í Stóru upplestrarkeppnina eru Axel Smári Svavarsson, Kristján Karl Hallgrímsson og Steinunn Bjarnveig Blöndal. Við óskum þeim góðs gengis.