Upplestrarkeppni Vesturlands

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag tóku Erla Ýr Pétursdóttir og Kristín Eir Hauksdóttir Holaker þátt í Upplestrarkeppni Vesturlands sem haldin var í Grunnskólanum í Borgarnesi. Alls tóku 9 nemendur þátt í keppninni frá Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla í Búðardal og Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Nemendur lásu hluta af sögunni Grísafjörður eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, ljóð eftir Ragnheiði Lárusdóttur og síðan var ljóð að eigin vali í lokin. Dómararnir voru Sævar, Kristín Björk og Sigríður Margrét. Tónlistaratriði var í boði Ágústar Davíðs Steinarssonar úr 10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi. Með sigur á hólmi fór Erla Ýr Pétursdóttir frá Grunnskóla Borgarfjarðar, í 2. sæti var Viktor Bjarni Einarsson frá Auðarskóla og í 3. sæti var Þóra Kolbrún Ólafsdóttir úr Grunnskólanum í Borgarnesi. Glæsilegur árangur og innilegar hamingjuóskir til Erlu Ýr.

Ágúst Davíð Steinarsson

Kristín Valgarðsdóttir stýrði Upplestrarkeppninni

Dómarar: Sævar, Sigríður Margrét og Kristín Björk

Keppendurnir níu

3. sæti Þóra Kolbrún

2. sæti Viktor Bjarni

1. sæti Erla Ýr