Haldinn var útidagur á Hvanneyri tveimur dögum fyrir skólaslit þar sem farið var út í Skjólbelti þar sem margt var í boði. Hent var upp tjaldi þar sem nemendur gátu spilað inn í og nemendur máttu koma með útileikföng til leika með. Farið var í allskyns leiki, frisbígolf, hringakast, tennis og margt fleira. Allir fengu að velja sér álegg á samloku og borðuðu í hádeginu.