Útieldun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við hérna á Varmalandi erum svo heppin að ungmennafélagið okkar hefur verið að byggja upp aðstöðu á skógarsvæðinu sem við nýtum okkur. Nýjasta viðbótin er upphlaðið eldstæði sem var lokið við að útbúa á síðustu vikum. Aðstaðan er því til fyrirmyndar – Takk fyrir aðstöðuna Umf. Stafholtstungna og takk fyrir Imbusjóðinn, Ingibjörg Daníelsdóttir.

Helena Rut Hinriksdóttir formaður Ungmennafélags Stafholtstungna og Ingibjörg Daníelsdóttir sem gaf pening til uppbyggingar útikennslusvæðisins.

Í dag, 10.nóvember, nýttum við síðan tækifærið og góða veðrið og fórum út til að prófa flottheitin. Unglingastigið fór í lífsleiknitíma og fékk að baka hefðbundið brauð á priki við mikla kátínu á þessum tímum grímunotkunar og minni útiveru. Eftir hádegið fór svo miðstigið af stað og fékk að gera slíkt hið sama, þ.e. að baka brauð á priki. Þeirra tími fór fram á ensku enda enskutími á stundaskrá. Það er nefnilega hægt að flétta ýmiskonar nám saman við útikennslu og útieldun.Yngsta stigið bíður aðeins áfram en fær svo sannarlega sinn tíma til að prófa útisvæðið og baka brauð eins og hinir. Allskyns nám utandyra eflir nemendur í annarskonar færni en bóknám og því mikilvægt að blanda þessu öllu saman til að hvetja alla nemendur áfram veginn.