Í vetur hafa nemendur allra stiga á Kleppjárnsreykjum farið vikulega í útikennslu. Á vordögum var gerð sú nýbreyttni á miðstigi að nemendur skiptu á milli sín að skipuleggja útikennslutímana. Þetta er gert með það í huga að tengja nemendur við nám sitt og auka lýðræði í kennslunni og samvinnu nemenda. Sá hópur sem valdi viðfangsefni hverrar viku, sá um og stjórnaði tímunum. Margar skemmtilegar hugmyndir komu og var gaman að sjá nemendur vinna saman að skipulagningu og framkvæmd kennslustundanna. Meðal annars þess sem að nemendur tóku sér fyrir hendur var, leikjadagur, vatnsdagur, fótboltamót, ratleikur og ferð upp í Logaland. Var það samróma álit kennara að þetta uppbrot hafi verið skemmtilegt og að nemendur hafi staðið sig með stakri prýði.