Útikennsla á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Yngstastigið á Varmalandi er í útikennslu eftir hádegi á þriðjudögum og er oftast mikið fjör og mikið gaman hjá þeim. Einn daginn var verið að fá D-vítamín frá sólinni og hlusta á umhverfið okkar. Þau nutu sín til hins ýtrasta og sumir lágu meira að segja extra lengi og voru alveg kyrrir. Annan dag þá var skógurinn nýttur sem er mikil paradís og „skurðurinn“ er náma uppgötvana fyrir nemendur. Hann var mikið skoðaður og athugað hvort hann myndi halda nemanda sem hann reyndist ekki gera og þurftu þau að hjálpast að við draga þann fasta upp. Þá var líka kveikt upp í eldstæðinu, kakó hitað, brauð steikt á pönnu og svo að lokum grillaðir sykurpúðar = Nemendur alsælir 😉